(**Forpöntun**)Optishot Golfhermir

84.900 kr.

Ný sending er væntanleg!

***Forpöntun*** Takmarkað magn!

Í pakkanum er:

Optishot2

Svamp golfbolti

Gúmmí tí

5 á lager

Bæta við óskalista
Bæta við óskalista
Vörunúmer: opti01 Flokkar: , ,

Lýsing

Ný tegund af golfhermi er kominn á markaðinn. Hermirinn heitir OptiShot2 og kemur á diski ásamt mottu með 16 skynjurum sem tengist við tölvu. 14 golfvellir fylgja pakkanum ásamt driving range.

Lítið fer fyrir tækinu en kylfingurinn þarf aðeins pláss til að sveifla kylfunni og notar hann sínar eigin kylfur. Einnig skiptir ekki máli hvaða golfkúla er notuð. Hægt er að nota venjulega golfkúlu, svamp- eða gúmmíkúlu eða sleppa golfkúlunni því tækið mælir aðeins hvernig kylfan kemur niður á skynjarana en ekki kúluna. Hægt er að spila marga leiki eins og fjórmenning, holukeppni, texas scramble og fleiri leiki sem kylfingar þekkja úr mótum hér á landi.

Þegar kylfingurinn er að spila leikinn þarf hann að huga að sömu hlutum og þegar hann er úti á velli. Tölvan gefur upp vindhraða og vindátt, lengd í holu og hæðarmismun. Allt eru þetta þættir í venjulegu golfi sem kylfingar berjast við og er ekkert síður í OptiShot2

Ekki er nauðsynlegt að vera með skjávarpa eins og í öðrum hermum en það gerir leikinn aðeins raunverulegri. Þarna getur kylfingurinn farið á æfingasvæði og skoðað flugið á boltanum, hversu langt hann slær með hverri kylfu og æft við erfiðar aðstæður.

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “(**Forpöntun**)Optishot Golfhermir”