Karfa

Karfa

Árið 2005 byrjuðum við með heildsöluna iRobot þar sem við vorum dreifingaaðili á Íslandi fyrir iRobot í Bandaríkjunum.

Árið 2007 opnuðum við síðan verslun okkar sem var staðsett að Helluhrauni 22 í Hafnarfirði.

Árið 2014 tókum við inn Neato ryksuguvélmennin enda hafa vélarnar þróast í gegnum öll þessi ár. Neato vélarnar eru mest verðlaunuðustu vélmenni á markaðinum í dag.

Árið 2018 þann 2.maí fluttum við verslun okkar að Hvaleyrarbraut 35  í Hafnarfirði  í stærra og betra húsnæði með flottum sýningasal fyrir öll okkar tæki.

Markmið okkar er að einfalda heimilisstörfin með skemmtilegum vörum.

Verslunin er rekin sem fjölskyldufyrirtæki. Við reynum eftir bestu getu að þjóna viðskiptavinum okkar svo vel sem kostur er og koma til móts við þarfir þeirra.