Karfa

Karfa

Meðferð persónuupplýsinga:

Hvaða persónuupplýsingar geymum við, í hvaða tilgangi og á hvaða lagagrundvelli vinnum við með þær.

Persónuupplýsingar eru hverjar þær upplýsingar sem hægt er að nota til að persónugreina einstakling. Til persónuupplýsinga teljast ekki gögn sem ekki er hægt að rekja niður á einstaklinga.

stefanolafurg1.sg-host.com geymir eftirfarandi persónuupplýsingar:

  • Upplýsingar um viðskiptavini. Hér er átt við upplýsingar sem verða til við stofnun aðgangs og pöntun s.s. nafn, heimilisfang, símanúmer og upplýsingar um pantanir, auk síðustu 4 stafa í greiðslukorti, gildistíma, kortategund og auðkenni korts hjá kortafyrirtæki. Greiðslukortanúmer utan síðustu 4 stafa eru aldrei geymd í gagnagrunni stefanolafurg1.sg-host.com . Við geymum þessar upplýsingar til að geta afgreitt pantanir og geymum pöntunarsögu, m.a. til þæginda og einföldunar fyrir viðskiptavini, vegna ábyrgðar á keyptum hlutum og til að verja fyrirtækið komi upp ágreiningur. Upplýsingar um greiðslukort eru dulkóðaðar.
  • Persónuupplýsingar sem verða til við samskipti. Hér er átt við upplýsingar sem verða til við samskipti viðskiptavinar við stefanolafurg1.sg-host.com , t.d með tölvupósti, símtölum (símtöl kunna að vera hljóðrituð), notkun spjallglugga og samskiptum um samfélagsmiðla. Við vinnum með persónugögn til þess að hafa samband við viðskiptavini og veita sem besta þjónustu sem og til þess að verja fyrirtækið komi upp ágreiningur um einstök mál.
  • Tæknilegar upplýsingar. Hér er átt við tæknilegar upplýsingar um notkun á vefsíðu stefanolafurg1.sg-host.com , t.d. IP tölu, upplýsingar um vafra, fjölda heimsókna og lengd, hvaða síður eru skoðaðar, tímastillingar og aðrar tækilega upplýsingar sem lesa má frá tölvum notenda sem heimsækja vefsíðu  stefanolafurg1.sg-host.com  . Þessi gögn eru notuð til að halda við vefsíðunni, verjast tölvuárásum og svikum og til að tryggja öryggi. Tæknilegar upplýsingar sem verða til við heimsókn á síðuna og gætu verið persónugreinanlegar eru geymdar að hámarki í 6 mánuði.
  • Upptökur úr eftirlitsmyndavélum. Við geymum upptökur úr eftirlitsmyndavélum í verslun og á bílastæði. Þær eru geymdar í öryggis- og eignavörsluskyni í allt að 90 daga.
  • Markaðsgögn. Hér er átt við gögn sem byggja á kauphegðun þinni. Við vinnum þessi gögn til að gefa viðskiptavinum tækifæri á að nýta sér tilboð stefanolafurg1.sg-host.com og taka þátt í markaðslegum viðburðum líkt og leikjum á vegum stefanolafurg1.sg-host.com en einnig til að stjórna því efni og auglýsingum sem birtast, á síðunni, í fréttabréfi og á samfélagsmiðlum og til að mæla virkni og skilja áhrif auglýsinga. Við sendum reglulega fréttabréf ef viðskiptavinur hefur samþykkt skráningu á póstlista fyrirtækisins og hefur ekki afturkallað það samþykki. Viðskiptavinir geta þó alltaf afskráð sig af fréttabréfi stefanolafurg1.sg-host.com og afþakkað frekari markpóst með því að ýta á þar til gerðan hlekk neðst í öllum markpóstum fyrirtækisins. Afskráning af fréttabréfi hefur þó ekki áhrif á önnur samskipti stefanolafurg1.sg-host.com við viðskiptavini, s.s. vegna pantana. stefanolafurg1.sg-host.com selur ekki persónugreinanlegar upplýsingar til þriðja aðila.
  • stefanolafurg1.sg-host.com notar upplýsingar um viðskiptavini, tækniupplýsingar og markaðsupplýsingar til að tryggja rétta virkni vefsíðu stefanolafurg1.sg-host.com , til að stjórna innihaldi auglýsinga sem birtast viðskiptavinum okkar (t.d. á Facebook) og til að mæla og skilja áhrif auglýsinga fyrirtækisins. Þessar upplýsingar eru geymdará grundvelli samþykkis sem og lögmætra hagsmuna sem í okkar tilfelli er að veita viðskiptavinum sem allra besta þjónustu, þróa þær þjónustur sem við bjóðum og verja fyrirtækið gagnvart svikum og utanaðkomandi árásum. Við notum einnig þessar upplýsingar til að senda markaðsefni til viðskiptavina og er vinnsla þeirra gagna byggð á samþykki viðskiptavina eða á grundvelli lögmætra hagsmuna.

Eyðing gagna

Til að eyða gögnum notenda, þarf að eyða aðgangi að notendasvæði iHverslunar. Vinsamlegast sendið póst á ihverslun@stefanolafurg1.sg-host.com frá netfangi notanda, með beiðni um eyðingu aðgangs.

Viðkvæmar persónuupplýsingar

stefanolafurg1.sg-host.com geymir engar viðkvæmar upplýsingar um viðskiptavini sína. Viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt GDPR eru gögn sem innihalda upplýsingar um kyn, kynþátt, trúarbrögð, kynhegðun, stjórnmálaskoðanir, upplýsingar um aðild að verkalýðsfélagi, heilsufarsupplýsingar eða erfða- og líftækniupplýsingar.

stefanolafurg1.sg-host.com notar þær upplýsingar sem fyrirtækið geymir einvörðungu í þeim tilgangi sem þeim er ætlað, þ.e. að afhenda vörur og þjónustu, tryggja sem besta virkni vefsíðu stefanolafurg1.sg-host.com og til að vernda hagsmuni fyrirtækisins auk markaðssetningar þar sem við á. 

Vafrakökur:

stefanolafurg1.sg-host.com notar vafrakökur á vefsvæðinu til þess að tryggja bestu mögulegu upplifun notenda og eðlilega virkni á vefnum. Vafrakökur eru vistaðar í vafranum þínum og framkvæmir aðgerðir svo sem að bera kennsl á að þú sért að koma aftur á vefinn og í einhverjum tilfellum að skilja hvaða hlutar vefsins eru mest notaðir.

Vafrakökur frá þriðja aðila:

Þessi vefur notar Google Analytics til að safna ópersónugreinanlegum upplýsingum svo sem fjölda heimsókna og vinsælustu síðunum.